Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða
Fréttir

Upplýsingar um síðustu naut úr 2018 árgangi

Þá eru komnar hér á vefinn upplýsingar um síðustu nautin úr 2018 árgangi sem fara í dreifingu. Árgangurinn telur þá alls 31 naut og hann er því með þeim stærstu sem komið hafa til dreifingar. Þau naut sem um ræðir eru Kollur 18039 frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum undan Skalla 11023 og 1191 Flókadóttur 13020, Landi 11040 frá Halllandi á Svalbarðsströnd undan Gými 11007 og Aðalheiði 1071 Koladóttur 06003, Prjónn 18045 frá Hurðarbaki í Flóa undan Dropa 10077 og Hnotu 880 Bambadóttur 08049 og Fellir 18050 frá Búrfelli í Svarfaðardal undan Skalla 11023 og Löggu 499 Lagardóttur 07047.

Lesa meira »

Forðist frjótækna

Eins leiðinlegt og er að segja það þá er óhjákvæmilegt að beina þeim tilmælum til bænda að hafa sem minnst samskipti við frjótækna nema þá í gegnum síma. Þetta þýðir að í fjósi þurfa kýrnar að vera tilbúnar til sæðingar þegar frjótæknir kemur þannig að hann geti athafnað sig án aðstoðar auk þess sem skýrt þarf að koma fram á til dæmis upplýsingatöflu fjóssins hvaða kú/kýr á að sæða og hvaða naut eigi að nota ef ósk er um slíkt.

Lesa meira »

Nautsfeður
Nautsfeður eru táknaðir með nautsfaðir og eru núna 5 talsins.
Nautaskráin í tölum

Reynd naut:

Óreynd naut:

Holdanaut:

Facebook