Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða
Fréttir

Átta ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði nú í morgun og ákvað að setja átta ný naut í notkun sem reynd naut. Þetta eru Álmur 16007 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði undan Kletti 08030 og Lenu 522 Glæðisdóttur 02001, Skírnir 16018 frá Miðfelli 5 í Hrunamannahreppi undan Gusti 09003 og Mánu 384 Síríusdóttur 02032, Róður 16019 frá Stóra-Dunhaga í Hörgársveit undan Keip 07054 og Þrumu 451 Lykilsdóttur 02003, Dalur 16025 frá Dalbæ í Flóa undan Bamba 08049 og Aðalbjörgu 510 Aðalsdóttur 02039, Kári 16026 frá Káranesi í Kjós undan Gusti 09003 og Óreiðu 312 Sandsdóttur 07014, Höttur 16028 frá Egilsstöðum á Völlum undan Flekk 08029 og Frævu 978 Glæðisdóttur 02001, Jónki 16036 frá Stóra-Dunhaga í Hörgársveit undan Góa 08037 og Ingveldi 501 Flóadóttur 02029 og Númi 16038 frá Gaulverjabæ í Flóa undan Gusti 09003 og Hélu 284 Þollsdóttur 99008.

Lesa meira »

Afkvæmadómur nauta f. 2015

Við vekjum athygli á að yfirlit um afkvæmadóma nauta sem fædd voru árið 2015 er komið á vef RML. Um er að ræða hefðbundið yfirlit þar sem sjá má hver útkoman varð á þeim nautum sem komu til afkvæmadóms. Meðal þess sem þarna er að finna er lýsing á dætrahópunum, yfirlit um útlitseinkenni, efnahlutföll, frumutölu, mjaltaathugun, gæðaröð og förgun ásamt kynbótaeinkunnum á þeim tímapunkti er afkvæmadómi lauk.

Lesa meira »

Nautsfeður
Nautaskráin í tölum

Reynd naut:

Óreynd naut:

Holdanaut:

Facebook