Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða
Fréttir

Átta naut úr 2017 árgangi til dreifingar

Átta naut úr 2017 árgangi eru nú að koma til dreifingar og eru upplýsingar um þau komnar hér á vefinn. Þetta eru Gyrðir 17039 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði undan Dropa 10077 og Nivikku 921 Hjarðadóttur 06029, Álfur 17045 frá Hjálmholti í Flóa undan Dropa 10077 og Álfadís 787 Laufássdóttur 08003, Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum undan Úranusi 10081 og Mósaik 1036 Skalladóttur 11023, Ra 17047 frá Káranesi í Kjós undan Úranusi 10081 og Flórídu 491 Koladóttur 06003, Hirðir 17049 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi undan Strák 10011 og Sóldögg 845 Baldadóttur 06010, Barón 17049 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi undan Úlla 10089 og Dísu 639 Laufássdóttur 08003, Trutti 17051 frá Birtingaholti 1 í Hrunamannahreppi undan Úranusi 10081 og Skessu Laufássdóttur 08003 og Snúlli 17054 frá Syðri-Bægisá í Öxnadal undan Úlla 10089 og Stássu 534 Lagardóttur 07047.

Lesa meira »

Tvö ný naut í hóp reyndra nauta - tveir nýir nautsfeður

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum s.l. fimmtudag að setja tvö ný reynd naut í notkun í kjölfar keyrslu á kynbótamati nú að loknu ársuppgjöri. Bæði þessi naut er úr 2014 árgangnum. Þessi naut eru Brjánn 14002 frá Brjánsstöðum í Grímsnesi, undan Vindli 05028 og Heklu 250 Bambadóttur 08049 og Hæll 14008 frá Hæli 1 í Eystrihrepp (Gnúp.), undan Kambi 06022 og Skýlu 474 Hræsingsdóttur 98046.  Búið er að uppfæra upplýsingar um reynd naut í notkun hér á nautaskra.net. Þá hefur nýtt kynbótamat verið lesið inn í nautgriparæktarkerfið Huppu.

Lesa meira »

Nautsfeður
Nautsfeður eru táknaðir með nautsfaðir og eru núna 5 talsins.
Nautaskráin í tölum

Reynd naut:

Óreynd naut:

Holdanaut:

Facebook