Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða
Fréttir

Leiðrétting á ætterni Skjás 10090 og Hróks 15023

Eins og við sögðum frá hér fyrir nokkrum dögum er nú unnið að yfirferð á ætternisstaðfestingum í tengslum við niðurstöður arfgerðargreininga vegna erfðamengisúrvalsins. Því miður hefur komið í ljós að fleiri naut en Ormur 17003 eru rangt ættfærð. Þannig er Skjár 10090 frá Akurey 2 í Landeyjum ekki sonur Ófeigs 02016 eins og talið var heldur er faðir hans Pollur 08054. Auðvitað er þetta mjög miður en kemur kannski ekki að mikilli sök þar sem Skjár 10090 kom ekki til framhaldsnotkunar. Einnig hafa arfgerðargreiningarnar leitt í ljós að Hrókur 15023 frá Stóru-Hildisey 2 í Landeyjum er ekki sá sem talið var en hann hefur víxlast við annan nautkálf sem fæddist um svipað leyti. Faðir Hróks er Lögur 07047 og móðir hans er Blika 599 Raftsdóttir 06047. Hrókur bíður nú afkvæmadóms og má segja lán í óláni að þetta uppgötvast nú en ekki síðar.

Lesa meira »

Leiðrétt faðerni Orms 17003

Við yfirferð á ætternisstaðfestingum í tengslum við niðurstöður arfgerðargreininga vegna erfðamengisúrvalsins hefur komið í ljós að Ormur 17003 frá Egilsstöðum á Völlum er undan Þyt 09078 en ekki Keip 07054. Móðir Orms var sædd með Þyt 09078 þremur vikum áður en hún var endursædd með Keip 07054. Það ótrúlega er að hún hefur haldið við þeirri sæðingu og gengið með þremur vikum lengur en eðlilegt þykir að öllu jöfnu. Svona getur náttúran stundum snúið á okkur mannfólkið.

Lesa meira »

Nautsfeður
Nautsfeður eru táknaðir með nautsfaðir og eru núna 5 talsins.
Nautaskráin í tölum

Reynd naut:

Óreynd naut:

Holdanaut:

Facebook