Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða
Fréttir

Nýfundin stökkbreyting í NRF hefur áhrif á frjósemi

Nýverið fannst stökkbreyting í NRF-kúakyninu í Noregi sem hefur áhrif á frjósemi. Þessi stökkbreyting kallast BTA8H og svipar nokkuð til stökkbreytingar sem fannst fyrir nokkrum árum og kallast BTA12. Báðar þessar stökkbreytingar valda fósturláti en sú nýfundna veldur fósturdauða snemma á meðgöngu (sýnir sig sem að kýrnar beiða upp) en sú áður þekkta veldur fósturláti seint á meðgöngu. Ekki er búið að arfgerðargreina þessa stökkbreytingu að fullu, en með samkeyrslu á skýrsluhaldsupplýsingum og erfðamengjaúrtaki kemur í ljós fylgni.

Lesa meira »

Ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í gær að setja sjö ný reynd naut í notkun úr nautaárgöngum 2015 og 2016. Þarna er um að ræða síðasta hópinn úr 2015 árgangnum og fyrstu naut úr 2016 árgangi. Hinn firnasterki Bambi 08049 er um þessar mundir öflugur í íslenska kúastofninum og afkomendur hans áberandi. Við val nautanna er þó einnig reynt að horfa til óskyldra nauta svo sem kostur er.

Lesa meira »

Nautsfeður
Nautaskráin í tölum

Reynd naut:

Óreynd naut:

Holdanaut:

Facebook