Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða
Fréttir

Angus-nautin Valur og Máttur komnir í dreifingu

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Val-ET 19402 og Mætti-ET 19404 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Valur-ET 19402 er undan Hovin Hauk NO74043 sem á ættir að rekja til ástalskra, kanadískra og bandarískra Angus-gripa. Máttur-ET 19404 er undan Horgen Erie NO74029 sem aftur var undan Horgen Bror NO55754 en hann rekur ættir til Kanada og Bretlands. Móðurfaðir þeirra beggja er First Boyd fra Li NO74033 sem er faðir Draums-ET 18402 sem kom til notkunar í fyrra. Upplýsingar um þessi naut eru komnar hérna á vefinn auk þess sem þær birtust í Bændablaðinu fyrr í sumar.

Lesa meira »

Þrjú ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í dag að setja þrjú ný naut úr 2015 árgangi í notkun sem reynd naut. Þetta eru Köngull 15019 frá Auðsholti í Hrunamannahreppi undan Toppi 07046 og Furu 933 Bambadóttur 08049, Svampur 15027 frá Bakka á Kjalarnesi undan Bamba 08049 og Kommu 379 Skurðsdóttur 02012 og Ábóti 15029 frá Skipholti 3 í Hrunamannahreppi undan Bamba 08049 og Abbadís 469 Þollsdóttur 99008. Þessi naut koma til dreifingar við næstu áfyllingar í kúta frjótækna.

Lesa meira »

Nautaskráin í tölum

Reynd naut:

Óreynd naut:

Holdanaut:

Facebook