Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða
Fréttir

Viðurkenningar fyrir bestu nautin fædd 2011 og 2012 afhent

Viðurkenningar Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir bestu nautin í árgöngum 2011 og 2012, voru veittar við upphaf fagþings nautgriparæktarinnar sem haldið var í dag. Besta nautið í árgangi 2011 var valið Gýmir 11007 frá Berustöðum 2 í Ásahreppi og Sjarmi 12090 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi besta nautið í árgangi 2012.

Lesa meira »

Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn

Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn í æviafurðum. Í lok febrúar s.l. hafði hún mjólkað 99.821 kg mjólkur yfir ævina en hún var í 16,1 kg dagsnyt þann 25. febrúar. Það má því ætla að hún hafi mjólkað sínu 100 þús. kg mjólkur þann 12. mars eða þar um bil. Braut 112 er fædd 12. september 2005, dóttir Stígs 97010 og Þúfu 026. Braut bar sínum fyrsta kálfi þann 23 .október 2007 og hefur borið níu sinnum síðan þá, síðast 12. febrúar 2017. Mestum afurðum á einu ári náði Braut árið 2011 þegar hún mjólkaði 10.961 kg en hún hefur fjórum sinnum náð ársafurðum upp á meira en 10 þús. kg, 2010 (10.007 kg), 2011 (10.961 kg), 2012 (10.190 kg) og 2017 (10.699 kg). Mestu mjólkurskeiðsafurðir hennar eru á yfirstandandi mjólkurskeiði sem er orðið æði langt. Hún er nú komin í 19.220 kg frá síðasta burði. Á sínu 5. mjólkurskeiði mjólkaði hún hins vegar 14.630 kg.

Lesa meira »

Nautsfeður
Nautsfeður eru táknaðir með nautsfaðir og eru núna 5 talsins.
Nautaskráin í tölum

Reynd naut:

Óreynd naut:

Holdanaut:

Facebook