Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða
Fréttir

Spermvital í notkun í Danmörku

Viking í Danmörku og SpermVital í Noregi hafa nú samið um notkun þess fyrr nefnda á Spermvital tækni við sæðisblöndun. Þetta þýðir stórauknanotkun Spermvital því Viking selur ekki einungis sæði á heimamarkaði sínum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð heldur um heim allan. Spermvital-sæði hefur staðið íslenskum bændum til boða frá árinu 2017 þó að því miður sé það ekki í boði sem stendur vegna Covid-19 en sérfræðingar Spermvital hafa ekki komist til landsins vegna ferðatakmarkana og sóttvarna um alllanga hríð.

Lesa meira »

Nautastöðin keypti 56 kálfa á árinu 2020

Nautastöðin keypti á árinu 2020 samtals 56 kálfa af bændum samanborið við 55 á síðasta ári. Dreifing þeirra er misjöfn yfir landið og endurspeglar að þessu sinni ekki kúafjölda á hverju svæði. Ávallt er nokkur breytileiki í því hvaða keyptir eru kálfar á hverju ári. Af Vesturlandi komu 10 kálfar, enginn kálfur af Vestfjörðum þetta árið, af Norðurlandi-vestra komu 5 kálfar, Norðurlandi-eystra 22 kálfar, Austurlandi 4 kálfar og af Suðurlandi komu 15 kálfar.
Þessir 56 kálfar koma frá 45 búum og þar af voru keyptir þrír kálfar af fjórum búum. Þau eru:

Lesa meira »

Nautsfeður
Nautsfeður eru táknaðir með nautsfaðir og eru núna 4 talsins.
Nautaskráin í tölum

Reynd naut:

Óreynd naut:

Holdanaut:

Facebook