Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða
Fréttir

SpermVital-sæði eykur sveigjanleika

Fyrir skömmu varði Halldor Felde Berg doktorsritgerð sína „Frjósemi og sæðisgæði með notkun SpermVital-sæðis til tæknifrjóvgunar í nautgripum“ við Norska umhverfis- og lífvísindaháskólann í Ási. Megintilgangur doktorsverkefnisins var að afla meiri þekkingar um SpermVital-sæði, sérstaklega með tilliti til upplausnar á „alginat“-hlaupinu sem notað er í SpermVital, sæðisgæða eftir frystingu og frjósemi eftir sæðingu sem framkvæmd var á venjulegum tíma í tengslum við beiðsli og egglos. Rannsóknunum var ætlað að kanna gæði sæðis með því að mæla sundeiginleika sáðfrumanna, orkubreytingu, lífvænleika og DNA-gæði eftir þíðingu og álagspróf.

Lesa meira »

Frá Nautastöðinni

Covid 19 hefur enn ekki haft nein afgerandi áhrif á störf hér á Nautastöðinni. Sæðistaka og sæðisafgreiðsla hefur verið með eðlilegum hætti. Þá virðist sem þátttaka í sæðingum sé svipuð og áður.
Eitt hefur þó breyst en það er að norsku vinir okkar frá SpermVital komu ekki hér í apríl eins og til stóð til að blanda langlíft sæði. Það mun verða til þess að framboð á langlífu sæði verður mun minna og trúlega EKKERT á þeim svæðum sem mest hafa notað þetta sæði. Ég mun þó reyna að miðla eitthvað á milli svæða en óvíst er hversu lengi það verður hægt. Ekkert er á þessari stundu vitað hvenær von er á Norðmönnunum í næstu heimsókn en ég mun leyfa ykkur að heyra af því þegar það skýrist.

Lesa meira »

Nautsfeður
Nautsfeður eru táknaðir með nautsfaðir og eru núna 5 talsins.
Nautaskráin í tölum

Reynd naut:

Óreynd naut:

Holdanaut:

Facebook