Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða
Fréttir

Nautastöðin keypti 56 kálfa á árinu 2020

Nautastöðin keypti á árinu 2020 samtals 56 kálfa af bændum samanborið við 55 á síðasta ári. Dreifing þeirra er misjöfn yfir landið og endurspeglar að þessu sinni ekki kúafjölda á hverju svæði. Ávallt er nokkur breytileiki í því hvaða keyptir eru kálfar á hverju ári. Af Vesturlandi komu 10 kálfar, enginn kálfur af Vestfjörðum þetta árið, af Norðurlandi-vestra komu 5 kálfar, Norðurlandi-eystra 22 kálfar, Austurlandi 4 kálfar og af Suðurlandi komu 15 kálfar.
Þessir 56 kálfar koma frá 45 búum og þar af voru keyptir þrír kálfar af fjórum búum. Þau eru:

Lesa meira »

Fyrsti Angus-kálfurinn af innlendum fósturvísum fæddur

Þann 2.nóvember s.l. fæddist fyrsti Angus-kálfurinn tilkominn með fósturvísaskolun hér innanlands. Í janúar s.l. voru Angus-kvígur frá NautÍs, fæddar 2018, skolaðar á Stóra Ármóti og náðust 46 fósturvísar. Á Stóra-Ármóti voru síðan settir upp 7 fósturvísar og náðu tvær kýr að festa fang. Nú er önnur þeirra borin.

Lesa meira »

Nautsfeður
Nautsfeður eru táknaðir með nautsfaðir og eru núna 4 talsins.
Nautaskráin í tölum

Reynd naut:

Óreynd naut:

Holdanaut:

Facebook