Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða
Fréttir

Fyrsta sæðistaka úr Angus-nautunum á Stóra-Ármóti

Í morgun, 15. ágúst, gáfu Angus-nautin Draumur 18402 og Baldur 18403 sæði sem verður til dreifingar frá Nautastöð BÍ á Hesti. Baldur gaf 214 skammta og Draumur 173 skammta. Vonandi tekst að ná sæði úr hinum nautunum næstu daga en nautin eru einungis rúmlega 11 mánaða. Sæðið er nú þegar komið í dreifingu en fyrsta sæðing með Draumi 18402 fór fram nú síðdegis á Hvanneyri. Hlutirnir gerast nú ekki öllu hraðar en þetta í nautgriparæktinni.

Lesa meira »

Fyrstu naut úr 2018 árgangi í dreifingu

Nú eru fyrstu naut úr 2018 árgangi nauta að koma til dreifingar og í þessu fyrsta holli eru synir Úranusar 10081 áberandi. Þau 9 naut sem koma til dreifingar á næstu vikum eru; Humall 18001 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahr. undan Úranusi 10081 og Randaflugu 1035, sonardóttur Kastala 07020, Sonur 18002 frá Syðri-Bægisá í Öxnadal undan Úranusi 10081 og Systu 500 Baldadóttur 06010, Bófi 18003 frá Birtingaholti 1 í Hrunamannahr. undan Úranusi 10081 og 1852 Kambsdóttur 06022, Græðir 18004 frá Espihóli í Eyjafirði undan Úlla 10089 og 968 Húnadóttur 07041, Sjóli 18006 frá Ingjaldsstöðum í Þingeyjarsveit undan Lúðri 10067 og Flekku 301 Úlladóttur 10089, Breki 18008 frá Kotlaugum í Hrunamannahr. undan Dropa 10077 og Millu 578 Dynjandadóttur 06024, Mjöður 18009 frá Smjördölum í Flóa undan Úranusi 10081 og Rene 539 Boltadóttur 09021, Grettir 18011 frá Steinsholti í Eystrihrepp undan Úranusi 10081 og Slaufu 703 Úlladóttur 10089 og Heikir 18014 frá Skálpastöðum í Lundarreykjadal undan Lúðri 10067 og Slummu 1263 Kambsdóttur 06022.

Lesa meira »

Nautsfeður
Nautsfeður eru táknaðir með nautsfaðir og eru núna 4 talsins.
Nautaskráin í tölum

Reynd naut:

Óreynd naut:

Holdanaut:

Facebook