Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða
Fréttir

Undireinkunnir júgurs og spena í töflu

Gerðar hafa verið örlitlar breytingar á upplýsingum varðandi reynd naut í notkun. Nú er hægt að velja milli þess að skoða töflu með og án undireinkunna júgurs og spena en þar um að ræða júgurfestu, júgurband, júgurdýpt, spenalengd, spenaþykkt og spenastöðu. Töflunum er svo hægt að raða frá lægstu til hæstu einkunna  eða öfugt með því að smella á viðkomandi dálkheiti.

Lesa meira »

Nýfundin stökkbreyting í NRF hefur áhrif á frjósemi

Nýverið fannst stökkbreyting í NRF-kúakyninu í Noregi sem hefur áhrif á frjósemi. Þessi stökkbreyting kallast BTA8H og svipar nokkuð til stökkbreytingar sem fannst fyrir nokkrum árum og kallast BTA12. Báðar þessar stökkbreytingar valda fósturláti en sú nýfundna veldur fósturdauða snemma á meðgöngu (sýnir sig sem að kýrnar beiða upp) en sú áður þekkta veldur fósturláti seint á meðgöngu. Ekki er búið að arfgerðargreina þessa stökkbreytingu að fullu, en með samkeyrslu á skýrsluhaldsupplýsingum og erfðamengjaúrtaki kemur í ljós fylgni.

Lesa meira »

Nautsfeður
Nautaskráin í tölum

Reynd naut:

Óreynd naut:

Holdanaut:

Facebook