Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða
Fréttir

Upplýsingar um sjö ný naut úr árgangi 2018

Nú eru komnar upplýsingar um sjö ný ungnaut úr árgangi 2018 hér á vefinn. Þetta eru Fálki 18029 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði undan Gými 11007 og Sýningu 784 Bambadóttur 08049, Beykir 18031 frá Brúnastöðum í Flóa undan Gými 11007 og Áttu 888 Baldadóttur 06010, Eiðar 18034 frá Breiðavaði í Eiðaþinghá undan Lúðri 10067 og Steru 675 Koladóttur 06003, Flótti 18035 frá Bjólu í Rangárþingi ytra undan Lúðri 10067 og 1544 Lagardóttur 07047, Svelgur 18036 frá Voðmúlastöðum í Landeyjum undan Gými 11007 og Antík 545 Laufássdóttur 08003, Starri 18037 frá Skollagróf í Hrunamannahreppi undan Gými 11007 og Emblu 509 Kambsdóttur 06022 og Hvellur 18038 frá Hrafnkelsstöðum 3 í Hrunamannahreppi undan Skalla 11023 og Von 615 Dynjandadóttur 06024.

Lesa meira »

Spermvital-sæði úr nautum fæddum 2018

Í nóvember s.l. var fryst sæði með Spermvital-aðferð og gáfu öll þau naut sem voru í sæðistöku þá nothæft Spermvital-sæði. Þar með er aðgengilegt langlíft sæði úr öllum þeim nautum sem fædd eru 2018 og komin til dreifingar. Um er að ræða 19 naut en svo vill til að í augnablikinu eru öll þessi í dreifingu sem eðlilega er mislangt komin, að ljúka úr sumum þeirra en að hefjast úr öðrum.

Lesa meira »

Nautsfeður
Nautsfeður eru táknaðir með nautsfaðir og eru núna 5 talsins.
Nautaskráin í tölum

Reynd naut:

Óreynd naut:

Holdanaut:

Facebook