Nautaskrá

Þú ert hér: Forsíða
Fréttir

Nýtt reynt naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í dag og tók ákvörðun um hvaða reyndu naut verða í dreifingu næstu vikur. Ákveðið var að halda nautahópnum sem næst óbreyttum en bæta Herki 16069 frá Espihóli í Eyjafirði í hóp reyndra nauta. Hann er undan Gusti 09003 og móðurfaðir er Baldi 06010. Þá var ákveðið að taka Bjarka 15011 og Sjúss 15048 úr dreifingu en notkun á þeim er orðin lítil.

Lesa meira »

Emmi ET 20401 kemur ekki til notkunar

Nú er orðið ljóst að Angus-nautið Emmi ET 20401 mun ekki koma til notkunar en hann hefur ekki gefið nothæft sæði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta árið munu því aðeins bætast í hóp Angus-nauta þau tvö naut sem dreifing er hafin úr, það eru þeir Erpur ET 20402 og Eðall ET 20403. Sæði úr þeim er víða komið í dreifingu eða mun berast við næstu áfyllingar í kúta frjótækna.

Lesa meira »

Nautaskráin í tölum

Reynd naut:

Óreynd naut:

Holdanaut:

Facebook